Hjálpar vini sínum að léttast

Hugh Jackman.
Hugh Jackman. mbl.is/AFP

Hugh Jackman hjálpar vini sínum, Gus Worland, að komast í form fyrir maraþon, að því er Daily Mail Australia greinir frá.

Gus Worland er í yfirþyngd en hann vinnur í sjónvarpi og útvarpi í Ástralíu. Hann setti sér það markmið að hlaupa í New York City-maraþoninu í nóvember á þessu ári sem er ákveðið afrek því Worland glímir við offitu.

Áður en átakið hófst var Worland 140 kíló og til þess að gera þetta ennþá skemmtilegra ákváðu þeir félagar að taka ferlið upp á myndband. Þegar Worland er kominn í kjörþyngd ætla þeir félagar að búa til heimildarmynd um þetta afrek.

Worland hefur fengið fjölmörg ráð frá Hugh Jackman en þeir hafa þekkst frá því að þeir voru krakkar. Samtals hefur hann náð að léttast um 25 kíló en markmið hans er að ná af sér 40 kílóum.

Leikarinn hefur lofað að vera viðstaddur maraþonið ef hann verður ekki upptekinn í kvikmyndatökum annars staðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson