Íslensk ljósmynd prýddi skýjakljúf

Eldiviður - Þessi ljósmynd prýddi skýjakljúf í New York í …
Eldiviður - Þessi ljósmynd prýddi skýjakljúf í New York í síðustu viku, en hana tók íslenskur ljósmyndari. Jóhann Smári Karlsson

Jóhann Smári Karlsson, ljósmyndari og málarameistari, á heiðurinn af ljósmynd sem prýddi heilan skýjakljúf á Times Square torgi í New York í síðustu viku. 

Listasamtök í New York sem heita See.me standa fyrir birtingu myndarinnar, en fleiri þúsund listamenn úr öllum heiminum eru í meðlimir í þeim, að sögn Jóhanns. Hver meðlimur gat sent inn myndir og átt möguleika á að birta þær á einum skjánum.

„Mér tókst hinsvegar að selja tíu eintök af myndinni á stuttum tíma, svoleiðis að myndin mín var birt á þeim öllum,“ segir Jóhann í samtali við mbl.is, en hann átti líka mynd á sambærilegri uppákomu í fyrra.

Myndin í ár var sýnd á fjölmörgum þriggja fermetra auglýsingaskiltum og þakti alls hátt í hundrað fermetra í hjarta Times Square. Myndin heitir Eldiviður (e. Firewood) og er tekin með 14 mm víðlinsu í Hyde Park í London árið 2007.

Sigraði alþjóðlega ljósmyndakeppni

Jóhann hefur líka borið sigur úr bítum í keppni á vegum samtakanna.

„Nú síðast voru þau með keppnina Exposure 2014, þar sem keppt er í ýmsum greinum ljósmyndunar, og ég vann keppnina sem landslagsljósmyndari. Það voru náttúrumyndir sem ég tók á Íslandi.“

Jóhann hlaut 1000 dollara verðlaun fyrir vikið auk þess sem myndirnar verða birtar ásamt öðrum sigurmyndum á sérstakri sýningu í New York. „Það er mér mikill heiður.“

Þá hefur hann sýnt myndir sínar oftsinnis í Milanó og Róm. „Þar var ég með myndir sem ég tók af búsáhaldabyltingunni. Svo var líka prófessor í Listaháskólanum með fyrirlestur um myndbyrtingu búsáhaldabyltingarinnar og notaði þá myndir eftir mig.“

Sigraði úti í heimi en tapaði á Skjáeinum

Jóhann hefur verið að taka ljósmyndir af fullum krafti síðan 2007.

„Ég var til dæmis í Ljósmyndakeppni Íslands á Skjáeinum í fyrra. Þar vann ég fyrsta þáttinn og fékk að taka þátt í tveimur öðrum, en datt út og tók ekki þátt í fjórða.“

Jóhann hefur fengið æ meira að gera í ljósmyndun undanfarið og er að eigin sögn nokkurn veginn kominn á þann stað að kalla sig atvinnuljóamyndara. Samhliða aukinnar farsældar í ljósmyndageiranum er minna að gera hjá honum í málningabransanum, en hann hefur verið málari í tuttugu ár. Auk þess sem hann málar og tekur myndir stundar Jóhann nám við Tækniskólann í upplýsinga- og fjölmiðlafræði. „Það getur vel verið að ég fari í framhaldi af því í ljósmyndanám hjá þeim.“ 

Listaverk og heimildir í senn

„Ég lít á mig sem myndlistarmann í ljósmynduninni, en hver og einn þarf að segja um sig hvernig ljósmyndari hann er,“ segir Jóhann aðspurður um álit hans á ljósmyndun sem myndlistarmiðli.

„Maður sér líka árangurinn svo fljótt. Maður fer út, tekur myndir, fer inn með þær sér strax árangur verksins. Mér finnst mjög sterkt að geta tjáð mig með ljósmyndun þar sem verkin verða bæði listaverk og heimildir um viðfangsefnið í senn.“

Það næsta sem er bókað hjá Jóhanni er einkasýning í Gallerí Fold við Rauðarárstíg 15. til 29. nóvember næstkomandi. Til sýnis verða myndir frá fjallgöngum Jóhanns með gönguhópnum Fjallagarpar og Gyðjur sem hann hefur tekið síðustu þrjú árin. Áhugasamir geta líka skoðað fleiri myndir á vefsíðu Jóhanns.

Times Square - Alls þakti myndin um hundrað fermetra svæði
Times Square - Alls þakti myndin um hundrað fermetra svæði Af Facebook síðu Jóhanns Smára
Af Facebook síðu Jóhanns Smára
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson