Unnusta Clooney skoðar átökin á Gaza

Lögfræðingurinn Amal Alamuddin hefur komið víða að á ferli sínum.
Lögfræðingurinn Amal Alamuddin hefur komið víða að á ferli sínum. mbl.is/AFP

Amal Alamuddin, unnusta Hollywood-stjörnunnar George Clooney, hefur gengið til liðs við rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem skoðar nú ásókn Ísraelshers á Gaza-svæðinu.

Alamuddin er breskur lögfræðingur, fædd í Líbanon, og var ein af þremur sérfræðingum sem skipaðir voru af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna til þess að annast rannsóknina, en hópnum ber að skila niðurstöðum í mars á næsta ári.

Hún er þaulreynd í rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi. Áður hefur hún unnið með Alþjóðadómstólnum við rannsókn á morði Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Hún aðstoðaði einnig Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, við að koma á friði í Sýrlandi.

Hún er 36 ára gömul og talar arabísku, frönsku og ensku reiprennandi, en hún er með háskólagráður úr bæði Oxford-háskóla og New York-háskóla. Hún hefur meðal annars starfað fyrir Yulia Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, og Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 

Alamuddin og hinn 53 ára gamli Clooney eru sögð ætla að gifta sig á Ítalíu í september, en leikarinn er einnig vel kunnugur friðarstarfi líkt og unnustan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson