Laug aldrei að syni sínum

Wikipedia

Í forræðisdeilu á milli Kid Rock og fyrrverandi kærustu hans, Kelley South Russell, vann Kid Rock málið og hefur alið son sinn, Bobby Ritchie Jr., upp einn síns liðs síðan.

Kid Rock segist halda fjölskyldulífi sínu og stjörnulífinu aðskildu en hefur aldrei falið lífstíl sinn fyrir syninum.

„Þegar Junior var lítill og jólin stóðu yfir hafði ég haldið tónleika kvöldið áður og var á skallanum, algjörlega. Dóp og áfengi. Ég dó áfengisdauða á baðherberginu. Sonur minn kom inn og sagði „afi, það er eitthvað að pabba!“ Mamma reyndi að fá mig til að finna upp einhverja afsökun. „Segðu honum að þú hafir komið heim og hafir verið þreyttur og hitt og þetta,“ segir söngvarinn í viðtali við tímaritið Us Weekly.

„Svo sit ég við morgunverðarborðið næsta dag og segi „pabbi þinn datt í það í gær.“ Á ég að ljúga að barninu? Hann var sjö ára. Ég sagði við hann „stórir tónleikar, veisla eftirá, ég drakk of mikið og dó áfengisdauða. Ég er ekki stoltur af því en það er það sem gerist eftir það,“ sagði hann við son sinn.

Sonur Kid Rock, Bobby Ritchie Jr., á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni.

Söngvarinn Kid Rock mun verða afi í fyrsta skipti þegar barnið kemur í heiminn en kærasta Bobby Ritchie Jr. er komin fjóra mánuði á leið og eiga þau von á stúlkubarni.

Kid Rock á  Bobby Ritchie Jr. með fyrrverandi kærustu sinni Kelley South Russell en Kid Rick, sem heitir réttu nafni Robert Ritchie, hefur ekki tjáð sig opinberlega um fréttirnar af barnabarninu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson