Persónur úr Harry Potter bókunum fá nýtt líf

J. K. Rowling.
J. K. Rowling. mbl.is/AFP

Rithöfundurinn J. K. Rowling hefur skrifað nýja ævisögu fyrir eina persónuna úr Harry Potter sögunum, að því er vefsíða Today greinir frá.

Söguna má finna á vefsíðunni Pottermore.com en vefsíðan er tileinkuð Harry Potter heiminum.

Ævisagan fjallar um ævi persónunnar Celestina Warbech. Um persónuna segir J. K. Rowling meðal annars að hún hafi alltaf séð fyrir sér að Celestina Warbech líktist Shirley Bassey bæði í útliti og stíl, en Shirley Bassey er velsk söngkona.

Það sem kemur meðal annars fram í ævisögunni er afmælisdagur persónunnar, hvernig töfrasprota hún átti, hvaða sérstöku töfrahæfileika hún hafði og fleira.

Nafnið á Celestina Warbech segist J. K. Rowling hafa fengið frá konu sem hún vann með fyrir nokkrum árum í höfuðstöðvum Amnesty International í London.

Fyrr á árinu gaf J. K. Rowling út smásögu um Harry Potter sjálfan þegar hann er orðinn 34 ára og fékk sagan heitið Dubledore‘s Army Reunites. Sagan er sögð út frá sjónarhorni persónunnar Rita Skeeter en hún er dálkahöfundur í sögunni.

Í sögunni er Harry Potter kominn með nokkur silfurlituð hár í dökksvart hárið og dularfullt ör á kinnina en aðrar persónur sem einnig koma fram í smásögunni eru Ginny Potter, sem áður hét Ginny Weasley, Hermione Granger, Ron Weasley, Neville Longbottom, Luna Lovegood og synir Harry Potter og Ginny Potter, James og Albus. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson