Hálfbróðir Jennifer Hudson ákærður

Söngkonan Jennifer Hudson
Söngkonan Jennifer Hudson Ljósmynd/Wikipedia.

Hálfbróðir Jennifer Hudson, Stephen Simpson, hefur verið handtekinn fyrir að stinga mann í andlitið, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin WWMT greinir frá.

Stephen Simpson er í gæsluvarðhaldi í Michiganfylki í Bandaríkjunum en hann hefur verið ákærður fyrir morðtilraun og innbrot.

Fyrrverandi eiginkona Stephen Simpson var í íbúðinni sem hann réðist inn í og talið er að maðurinn sem hann stakk í andlitið hafi verið ástmaður hennar.

Nágranni mannsins, Torrey Hunt, segist hafa fundið fórnarlambið í blóði sínu við útidyrnar á húsi sínu þar sem hann bað um hjálp klukkan þrjú um nótt.

Nágranninn segist hafa séð blóð allsstaðar og stungusár í kinn, bringu og handleggjum.

Stephen Simpsons var í nálgunarbanni þegar innbrotið átti sér stað en hann hefur áður gerst sekur um heimilisofbeldi.

Ekki er vitað hvort að samband hans við Jennifer Hudson sé náið en vissulega mun atvikið vekja upp slæmar minningar hjá söngkonunni en árið 2008 voru móðir hennar, bróðir og frændi myrt með köldu blóði árið 2008.

Í því máli fékk fyrrverandi eiginmaður Julia Hudson, sem er systir Jennifer Hudson, þrefaldan lífstíðardóm en brotið framdi hann vegna afbrýðisemi og reiði út í fyrrverandi eiginkonu sína. 

Jennifer Hudson á sama faðir og Stephen Simpson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson