Laginu Loca var stolið

Shakira
Shakira AFP

Lagið Loca sem kólumbíska poppstjarnan Shakira sló í gegn með árið 2010 er stolið. Dóminíkaeski tónlistarmaðurinn Ramon Arias Vasquez á höfundarréttinn að laginu, samkvæmt dómsúrskurði í gær.

Vasquez, sem er þekktur undir listamannsnafninu Arias, samdi lagið á tímabilinu 1996 og 1998 og söng hann lagið fyrir viðstadda í réttarsalnum í Bandaríkjunum í júní sl. Í gær birti dómarinn úrskurð sinn um að Arias væri handhafi höfundarréttar að laginu og flutningur Shakiru á því hafi verið án hans heimildar.

Arias gaf lagið út á segulbandsspólu á sínum tíma og varð það mjög vinsælt í Dóminíkaenska lýðveldinu. Það var síðan gefið út með öðrum söngvara, Eduard Edwin Bellou Pou, árið 2007 og sló einnig í gegn á þeim tíma. Sá söngvari, sem var á mála hjá Sony, sagði á þeim tíma að hann hefði sjálfur samið það.

Plata Shakiru Sale el Sol kom út árið 2010 og þar er að finna bæði spænska og enska útgáfu að laginu. Þar kom fram að það byggði á lagi Eduard Edwin Bellou Pou en hann kom fram í laginu sem og fleiri lögum Shakiru á hljómplötunni.

Shakira og sonur hennar Milan
Shakira og sonur hennar Milan AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson