Neitaði að fá yfir sig ísfötu

Rapparinn 50 Cent.
Rapparinn 50 Cent. Ljósmynd/Wikipedia

50 Cent ákvað að taka ekki ísfötuáskoruninni sem margar aðrar stjörnur hafa tekið þátt í en í staðinn skoraði hann á bandaríska bardagakappann Floyd Mayweather að lesa eina blaðsíðu úr Harry Potter bók og ef honum tækist það myndi rapparinn gefa 750.000 bandaríkjadollara í góðgerðarmál.

Ísfötuáskorunin gengur nú um netheima eins og eldur í sinu en hún er til styrktar rannsóknum á ALS- sjúkdómnum sem herjar á miðtaugakerfið.

50 Cent skoraði þá á Floyd Mayweather að lesa eina blaðsíðu upphátt upp úr Harry Potter-bók, án þess að stoppa eða mistakast, og ef hann næði að bera fram öll erfiðu orðin í bókinni myndi 50 Cent gefa 750.000 bandaríkjadollara í góðgerðarmál en með þessari athugasemd gerði hann grín að lestrarhæfileikum boxarans. Við þetta bætti 50 Cent að hann myndi sjálfur ekki fá yfir sig fötu fulla af ís.

Í myndbandinu minnist 50 Cent ekki á að hann ætli að gefa peningana til styrktar ALS sjúkdóminum en muni gefa þá til þeirra góðgerðarmála sem Floyd Mayweather velji.

Bardagakappinn Floyd Mayweather hefur ekki enn svarað áskoruninni en 50 Cent gaf út annað myndband þar sem hann sagði að ef hann vildi heldur lesa Cat in the Hat þá mætti hann það.

50 Cent og Floyd Mayweather hafa átt í deilum undanfarið vegna peningamála en rapparinn telur boxarann skulda sér 2 milljónir bandaríkjadollara, eða 233 milljónir íslenskra króna, fyrir framleiðslufyrirtækið TMT sem þeir stofnuðu saman. Einnig höfðu þeir unnið saman að gerð raunveruleikaþáttar þar til að Floyd Mayweather stóð ekki við samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson