Ógleymanlegar tökur á gamanmynd

Frá tökum á gamanmyndinni Bakk.
Frá tökum á gamanmyndinni Bakk.

Tökum á nýju íslensku gamanmyndinni BAKK er nú lokið. Tökur fóru fram um land allt og var tekið vel á móti tökuliðinu hvert sem það fór og vilja aðstandendur kvikmyndarinnar þakka öllum þeim sem hjálpuðu við tökurnar og gerðu ferðina ógleymanlega.  

Bakk er gamanmynd sem segir frá tveimur æskuvinum sem bakka á bíl hringinn í kringum Ísland. Það gengur á ýmsu hjá þeim félögum í þessu ferðalagi þar sem þeir þurfa að glíma við sjálfa sig, hvor annan, fortíðina og ýmislegt annað óvænt.

Aðalpersónurnar eru að safna peningum fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna, á leið sinni um landið. Aðstandendur myndarinnar ákváðu að gera slíkt hið sama og hafa sett af stað söfnun einnig til styrktar Umhyggju, og héldu meðal annars söfnunarskemmtun á Ráðhústorginu á Akureyri meðan á upptökum þar stóð. Til stendur að halda áfram söfnuninni fram að frumsýningu, en ráðgert er að frumsýna BAKK um næstu páska. Einfalt er að styrkja söfnunina með því að hringja í 902-5001 (1000 kr.) 902-5003 (3000 kr.) eða 902-5005 (5000 kr.).

Handritið og sagan er eftir Gunnar Hansson sem einnig fer með eitt aðalhlutverkið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni og Sögu Garðarsdóttur en Gunnar og Davíð Óskar Ólafsson leikstýra myndinni í sameiningu.

Með önnur hlutverk fara þau Þorsteinn Gunnarsson, Hallgrímur Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Friðrik Friðriksson, Hanna Maria Karlsdóttir, Halldór Gylfsson, Þorsteinn Guðmundsson, Edda Arnljótsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Höskuldur Sæmundsson, Guðjón Pálmarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Ragnar Ísleifur Bragsson, Salóme Gunnarsdóttir og Friðgeir Einarsson.

Myndin er framleidd af Mystery sem hefur gert myndir á borð við Sveitabrúðkaup, Á annan veg og Málmhaus, sem vann til átta verðlauna á síðustu Edduhátíð.

Áætlað er að frumsýna myndina hér á landi um páskana 2015.

Aðstandendur myndarinnar hafa stofnað facebooksíðu þar sem þeir leyfa áhugasömum að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun: https://www.facebook.com/bakkthemovie

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson