Rölti með eiturlyf framhjá landsmóti lögregluhunda

Frá hundamótinu í gær.
Frá hundamótinu í gær. Mynd/Asker og Bærum politidistrikt

Hann er seinheppinn, maðurinn sem rölti fyrir tilviljun framhjá Noregsmóti eiturlyfjahunda í gær. 28 hundar tóku þar þátt í alls kyns þef-þrautum og í einni þraut fór einn hundanna að þefa í átt að manninum, sem í forvitni sinni hafði staðnæmst til að fylgjast með keppninni. Hundurinn fór að manninum og við nánari skoðun reyndist hann vera með maríjúana á sér og hlaut hann lögreglusekt fyrir eftir að hafa viðurkennt brotið. 

Keppnin var haldin í Sandvika í Bærum í Noregi og er mótið það stærsta sinna tegundar í Noregi þar sem lögregluhundar frá öllu landinu voru saman komnir. „Hundarnir gera engan greinarmun á keppni og raunveruleikanum. Það er alltaf kveikt á lyktarskyninu og þegar þeir finna lykt af eiturlyfjum þá vita þeir hvað á að gera,“ segir Bjørn Egil Drangevåg, talsmaður keppninnar í samtali við Verdens gang

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson