Missti vinnuna og bjó í bílnum

Söngkonan Jewel bjó í bílnum sínum á tímabili.
Söngkonan Jewel bjó í bílnum sínum á tímabili. AFP

Sögkonan Jewel hefur gengið í gegnum súrt og sætt á lífsleiðinni en á einum tímapunkti var hún heimilislaus eftir að hafa misst vinnuna.

Jewel kveðst hafa misst vinnuna þegar hún neitaði að sofa hjá yfirmanni sínum þegar hún starfaði sem ritari í vöruhúsi. „Yfirmaður minn bað mig um að koma með sér í göngutúr. Ég hélt að hann ætlaði að tala við mig um frammistöðu mína í vinnunni en hann bað mig um að sofa hjá sér. Ég neitaði og þá rak hann mig og borgaði mér ekki launin mín. Ég gat ekki borgað leiguna.“ Á tímabili bjó Jewel í bílnum sínum en ástandið breyttist um leið og hún landaði plötusamning.

Jewel kveðst hafa glímt við erfið veikindi á þeim tíma sem hún bjó í bílnum sínum. „Ég er með slæm nýru og ég varð mjög veik. Ég komst ekki undir læknishendur vegna þess að ég var ekki með sjúkratryggingu, ég var hætt komin. Sem betur fer féllst einn læknir á að gefa mér sýklalyf.“

Jewel kveðst vera lækninum ævinlega þakklát en hún segir hann hafa bjargað lífi sínu.

Jewel var uppgötvuð árið 1994 og hennar fyrsta hljómplata kom út árið síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson