Ræða Emmu Watson vekur athygli

Leikkonan Emma Watson.
Leikkonan Emma Watson. mbl.is/AFP

Leikkonan Emma Watson vakti athygli á samkomu sem haldin var á höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær er þar hélt hún ræðu og talaði meðal annars um hvers vegna hún er stoltur feministi.

Watson hélt ræðuna í tilefni þess að ný herferð sem kallast HeForShe er nú hafin. Herferðin HeForShe snýst um að virkja karlmenn í mótmælum gegn kynjamisrétti.

Watson kvaðst hafa gerst feministi meðal annars vegna þess að þegar hún var 14 ára var hún gerð að kyntákni í fjölmiðlum og þegar hún var 15 ára hættu flestar vinkonur hennar í íþróttum vegna þess að þær vildu ekki vera vöðvastæltar. „Það var þá sem að ég vissi að ég væri feministi,“ sagði Watson sem var kölluð ráðrík fyrir að vilja leikstýra skólaleikriti þegar hún var átta ára.

Watson er þó viss um að margt fólk sé með fordóma fyrir hugtakinu „feministi“. „Ég hef komist af því að „feministi“ er óvinsælt orð. Konur kjósa að skilgreina sig ekki sem feminista.“

Watson lauk ræðu sinni með því að minna fólk á að HeForShe herferðin snýst um frelsi fólks, karla og kvenna, til að vera það sem það er.

Á heimasíðu The Guardian má hlusta á ræðu Emmu Watson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson