Kattaelskendur kættust í Kaliforníu

Fljótlega eftir að Egyptar til forna fóru að temja ketti tóku þeir að telja þau heilög dýr. Sá heilagleiki þvarr og við tóku mörg mögur ár. En með tilkomu veraldarvefsins virðist sem kötturinn sé að fá uppreisn æru og vaða uppi kattaelskendur með myndbrot sín af misfyndnum tilburðum dýranna.

Í bandarísku borginni Los Angeles í Kaliforníuríki fór á dögunum fram sérstæð hátíð, nefnilega Kattamyndahátíð, og komu þar saman aðdáendur, eigendur og kettirnir sjálfir. Verðlaunuð voru bestu myndbrotin sem finna má á netinu og skipst á sögum um fyndin atvik sem upp geta komið í samskiptum katta og manna.

„Síðast þegar ég athugaði voru kettir í öðru sæti yfir það sem mest er leitað að,“ segir Erik De Leo, framkvæmdastjóri Kattamyndahátíðarinnar. „Kettir hafa líklega ekki verið vinsælli síðan þeir voru dýrkaðir af Egyptum til forna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir