Ben Affleck og Bill Maher hnakkrifust um íslam

Ben Affleck
Ben Affleck AFP

Bandaríski leikarinn Ben Affleck og þáttastjórnandinn Bill Maher hnakkrifust í þætti Maher á föstudagskvöldið um íslam en Affleck mætti í þáttinn til þess að kynna nýjustu mynd sína, Gone Girl.

Affleck gagnrýndi Maher harkalega fyrir ummæli hans um múhameðstrú og sagði ummælin bæði gróf og rasísk. Sagði hann að þau væru svona eins og ef einhver segði: Oh þú slóttugi gyðingur.“ Maher brást ókvæða við og hnakkrifust þeir í þættinum Real Time With Bill Maher. Rithöfundurinn Sam Harris, sem einnig var gestur í þættinum, blandaðist einnig inn í umræðina en Affleck taldi þá tvo vera fulltrúa þeirra sem sæu einungis það neikvæða við þá sem eru íslamtrúar. Hann segir að lítill minnihluti öfgafullra íslamista eigi ekki að hafa þau áhrif að allir þeir sem erum íslamtrúar séu stimplaðir öfgamenn.

Maher líkti meðal annars íslam við mafíuna í þættinum og deildu þeir hart þar til þeir sammæltust um að vera ósammála um málefni íslam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson