Ekki auðvelt að tala um kynhneigðina

Jillian Michaels.
Jillian Michaels. AFP

Bandaríski líkamsræktarþjálfarinn Jillian Michaels segir það ekki auðvelt fyrir sig að tala um samkynhneigð sína. Hún trúi á heilbrigða ást, hvort sem hún sé á milli konu og karls eða fólks af sama kyni.

Michaels var annar tveggja þjálfara í raunveruleikaþáttunum Biggest Loser. Hún er nú hætt í þáttunum. Í samtali við Health-tímaritið segir að þó hún sé í sambandi við konu sé „þetta samkynhneigða“ (e. gay thing) svolítið erfitt umræðuefni fyrir hana.

„Ég veit ekki hvort mér finnst þægilegt að tala um það að vera samkynhneigð, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þetta samkynhneigða hefur alltaf verið erfitt fyrir mig. Stundum þegar ég og Heidi erum saman úti og einhver spyr: Eruð þið systur? þá svara ég að við séum vinkonur. Ég held að það sé af því að ég telji að fólki gæti liðið illa eða orðið undrandi. Sjáðu til, ég vildi gjarnan eiga einhvern fótboltamann sem eiginmann. Það væri draumur að vera „eðlileg“ á þann hátt, en ég er það ekki.“

Michaels segist ekki geta logið. „Andskotinn hafi það, nei,“ segir hún þegar hún er spurð hvort hún stundi líkamsrækt á hverjum degi. 

Hún hefur þrisvar hætt að þjálfa keppendur í Biggest Loser. Er hún nú hætt fyrir fullt og allt?

„Fólk heldur alltaf að mér finnist ég yfir þennan þátt hafin. Það er ekki þannig. Það er líka rangt að ég hafi hætt þrisvar. Ég var rekin í þriðju þáttaröð. Í þáttaröð 11 bað ég um frí til að geta verið meira með fjölskyldunni.“

Hún og sambýliskona hennar, Heidi, eiga saman tvö börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson