Clarkson fékk hraðasekt

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. Skjáskot úr Top Gear

Jeremy Clarkson, umsjónarmaður þáttarins Top Gear, fær punkta í ökuferilsskrána í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir að hafa verið tekinn fyrir hraðaakstur.

Clarkson segir sjálfur frá málinu í grein í dagblaðinu Sun. Hann segir að hraðaakstursbrot sitt hafi verið myndað á eftirlitsvél er hann var á leið frá Whitby til London.

Clarkson segist hafa skrifað í „blindri heift“ um of mikinn fjölda eftirlitsmyndavéla á þessari leið.

„Jæja, það lítur út fyrir að ein þeirra hafi náð mér,“ skrifar Clarkson.

Clarkson á það til að valda sumum hneysklan. Þannig fékk Top Gear-liðið gagnrýni fyrir að nota númeraplötur sem vísuðu í Falklandsstríðið er það var við tökur í Argentínu. 

Clarkson segir að númeraplöturnar hafi verið algjör tilviljun og framleiðendur þáttanna segja að um óviljaverk hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson