Fyrrum utanríkisráðherra þaggar niður í grínista

Hin 77 ára gamla Madeleine Albright, hér við hlið Hillary …
Hin 77 ára gamla Madeleine Albright, hér við hlið Hillary Clinton. AFP

Madeleine Albright, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Bills Clintons, svaraði skemmtilega fyrir sig á samskiptavefnum Twitter þegar grínistinn Conan O'Brien gerði gys að henni.

O'Brien hugleiddi opinberlega hvaða búning hann ætti að klæðast á hrekkjavökunni í næstu viku. 

„Ég var að velja mér hrekkjavökubúning. Ég ætla að mæta sem djörf Madeleine Albright,“ skrifaði Conan.

Hin 77 ára Albright, sem er greinilega enn með munninn fyrir neðan nefið, svaraði um hæl: „Ég held ég mæti sem myndarlegur Conan O'Brien, en fattaði svo að það er sennilega ekki hægt.“

O'Brien viðurkenndi að hann hafði þar hitt ofjarl sinn og hrósaði Albright. „Skrambinn, alltaf þegar ég fer að munnhöggvast við Madeleine Albright, þá tapa ég,“ skrifaði O'Brien. 

Albright gaf honum þá góð ráð: „Aldrei munnhöggvast við diplómata. Við tölum mun meira en grínistar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson