Heiðrún fékk menningarverðlaun

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Heiðrún Hámundardóttir handhafi menningarverðlauna Akraness og Ingþór …
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Heiðrún Hámundardóttir handhafi menningarverðlauna Akraness og Ingþór Bergmann Þórhalsson formaður menningarmálanefndar Akraness.

Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari fékk menningarverðlaun Akraness árið 2014, en verðlaunin eru afhent einu sinni á ári á menningarhátíðinni Vökudögum sem nú stendur yfir til 8. nóvember.

Verðlaun þessi eru veitt einstaklingi eða hópi sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr í menningarlífi Akraness. Að þessu sinni er það einstaklingur sem hefur varið tíma sínum í að vinna með ungu fólki, kveikja áhuga þess og hvetja það áfram sem fær verðlaunin.

Í tilkynningu kemur fram að Heiðrún sé menntuð í Tónlistarskólanum á Akranesi og á Seltjarnarnesi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1999 og stundaði nám á árunum 2002 til 2005 í jazzsöng í Tónlistarskóla F.Í.H. í Reykjavík. Að auki nam hún „Rytmsik musik og bevægelse“ við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og lauk því námi árið 2009.

Heiðrún kennir tónmennt við þrjá skóla í dag, í Brekkubæjarskóla, Tónlistarskólanum á Akranesi og í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Þá hefur Heiðrún undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi í gegnum tíðina með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson