Jeremy Cl­ark­son með bjór í bílnum

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. Wikipedia

Jeremy Cl­ark­son, einn stjórn­enda bresku sjón­varpsþátt­anna Top Gear, sem sýnd­ir eru á BBC 2, hef­ur haft lag á að koma sér í kland­ur. Síðustu daga hefur hann sætt mikilli gagnrýni eftir að hann skrifaði á Twitter-síðu sína að hann væri með bjór í bíl sínum á meðan hann keyrði.

Clarkson, sem var að keyra um Ástralíu síðastliðinn laugardag, tvítaði: „Ein af bestu ökuferðum lífs míns. Malarvegur. M6. Sólin að setjast. iPodinn að spila Blind Faith. Bjór í flöskuhaldaranum.“

Hann var um leið harðlega gagnrýndur fyrir það að hafa frjálsleg viðhorf gagnvart ölvunarakstri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er gagnrýndur fyrir drykkju sína, en árið 2008 voru stjórnendur Top Gear fordæmdir fyrir að hafa drukkið gin og tónik á Norðurpólnum.

Þá þurfti hann, ásamt tökuliði Top Gear, að flýja Argentínu nýlega eftir að innfæddir grýttu hópinn. Cl­ark­son hafði keyrt um landið á Porsche með núm­era­plöt­unni H982 FKL, en núm­eraplat­an mun vera vís­un í Falk­lands­eyja­stríðið árið 1982 en þar biðu Arg­entínu­menn lægri hlut gegn Bret­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson