Páli Óskari líkt við Freddy Mercury

Páll Óskar er nánast óþekkjanlegur á myndinni.
Páll Óskar er nánast óþekkjanlegur á myndinni. Af Facebook-síðu Páls Óskars

Páll Óskar birti mynd af sér á facebooksíðu sinni í dag þar sem hann undirbýr sig fyrir komandi Halloween-helgi. Athygli vekur að hann er nánast óþekkjanlegur á myndinni, og í athugasemdum hefur honum verið líkt við Freddy Mercury, söngvara Queen.

Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann hefur því að öllum líkindum verið að undirbúa gervi sitt en hann hyggst klæðast sem svartur hrafn. „Hrafninn flýgur,“ skrifaði hann á facebooksíðu sína fyrr í dag.

Miðasala á ballið stendur yfir á midi.is. Förðunarfræðingar standa vaktina á neðri hæð staðarins og veita Halloween-förðun fyrir þá sem kaupa sér hressingu á barnum. „Ekki missa af stærsta, flottasta og skemmtilegasta Halloween-ballinu sem boðið er uppá á höfuðborgarsvæðinu,“ skrifar Palli.

Auk ballsins á laugardagskvöldið heldur hann ókeypis barna- og unglingaskemmtun á Rúbín í Öskjuhlíð á milli kl. 16 og 18 á laugardag. Þar mun hann taka öll sín bestu lög og býður öllum í myndatökur með sér eftir tónleikana. Enginn aðgangseyrir er og ekkert aldurstakmark.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson