Segir Bill Cosby hafa nauðgað sér

Bill Cosby
Bill Cosby

Leikarinn og grínistinn Bill Cosby hefur verið ásakaður um að nauðga að minnsta kosti 13 konum í gegnum tíðina, og nú hefur ein þeirra stigið fram og talað um ofbeldið opinberlega. Konan, sem heitir Barbara Bowman, segir Cosby hafa nauðgað henni ítrekað á grófan hátt þegar hún var unglingur.

Bowman er 47 ára gömul núna, en hún kynntist Cosby þegar hún var 17 ára gömul upprennandi leikkona. Í fyrstu virtist Cosby vilja leiðbeina henni og hjálpa henni að komast inn í skemmtanabransann, en seinna kom í ljós að það voru ekki áform hans.

Bowman segir hann hafa flogið sér um landið til að hitta hann þegar hann var á uppistandsferðalögum. Þar hafi hann svo farið með hana á hótelherbergi og nauðgað henni. 

Í samtali við Daily Mail lýsir Bowman reynslu sinni. „Mér voru gefin eiturlyf og mér var nauðgað af þessum manni. Hann er skrímsli. Hann nálgaðist mig eins og skrímsli. Mín von er sú að þeir sem hafa upplifað kynferðisofbeldi verði ekki ógnað og þegja vegna frægðar, ríkidæmis og valda. Ef ég get hjálpað einu fórnarlambi, þá hef ég gert rétt.“

Bowman segist nú loksins segja sögu sína í þeirri von að aðrir bíði ekki eins lengi og hún gerði. „Enginn trúði mér í mörg ár. Fólk sagði að Bill myndi aldrei gera svona lagað. Að þetta væri fáránlegt. En nú er ég að koma fram undir nafni og standa á bakvið þessi orð. Ekki meiri þögn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson