Borgaði 36 milljónir fyrir ljósmynd

Miley Cyrus á amFAR Inspiration Gala í Los Angeles í …
Miley Cyrus á amFAR Inspiration Gala í Los Angeles í gær. AFP

Söngkonan Miley Cyrus vakti athygli fyrir djarfan klæðaburð á amFAR Inspiration Gala í Los Angeles í gær. Jafnframt vakti hún athygli fyrir að hafa betur í uppboði á móti heiðursgesti kvöldsins, hönnuðinum Tom Ford. 

Söngkonan vann uppboðið með 300 þúsund dollara boði sínu í stóra ljósmynd af nakinni konu. Hún borgaði því rúmlega 36 milljónir króna fyrir myndina. 

Það voru þó ekki einu útgjöld Cyrus þetta kvöldið, en hún gaf stofnuninni einnig 200 þúsund dollara eða um 25 milljónir króna í peningum, en stofnunin vinnur að því að reyna að útrýma HIV og alnæmi.

„Ef ég get látið rödd mína heyrast, þá myndi ég vilja byrja á því að opna umræðu um forvarnir og vitundarvakningu og hvernig fólk í heiminum hefur orðið fyrir áhrifum af HIV og alnæmi,“ sagði hún. „Vonandi get ég brotið veggi sem hafa verið byggðir upp í kringum kynhneigð. Ég er augljóslega ekki vandræðaleg þegar ég tala um þessa hluti, sérstaklega við ungt fólk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson