„Ég þarf ekki að eignast meiri pening“

Russell Brand.
Russell Brand. AFP

Leikarinn Russell Brand segist ekki þurfa að þéna meira fyrir sjálfan sig, en hyggst nota framtíðartekjur sínar til að hjálpa öðrum. Þetta sagði hann í viðtali við Vanity Fair fyrr í vikunni. 

„Ég hef ákveðið að ég þarf ekki að eignast meiri pening,“ sagði hann í viðtalinu.

„Þann pening sem ég þéna ætla ég að nota til að setja á stokk félagsmiðstöðvar þar sem góður matur verður seldur og fólki verður veittur staður til að vera á: staður þar sem fólk sem er að jafna sig á eiturlyfjafíkn getur komið á, en einnig staður fyrir félagsleg fyrirtæki, þar sem fólk mun vinna í sjálfboðavinnu í fjölmörgum iðngreinum.“

Hugmyndin að því að hjálpa fíklum er frá honum sjálfum komin, en hann átti við eiturlyfja- og áfengisfíkn að stríða í mörg ár. Hann hefur þó núna verið edrú í 12 ár.

Fyrr á árinu kom hann fram í viðtali við Opruh Winfrey þar sem hann talaði um neyslu sína. 

„Ég leitaðist við að leysa mín innri vandamál með utanaðkomandi hlutum,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég notaði hvað sem er til að hindra sjálfan mig frá því að hafa tilfinningar.

Þá sagðist hann hafa verið mjög einmana og ráðvilltur sem lítill strákur. „Ég var þakklátur fyrir allt sem gat tímabundið losað um það. En þegar eiturlyfin voru tekin út úr jöfnunni, þá voru vandamálin enn til staðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson