Krefjandi að kyssa stelpu

Rómeyja og Júlía er fal­leg ástar­saga tveggja kvenna.
Rómeyja og Júlía er fal­leg ástar­saga tveggja kvenna. Skjáskot af YouTube

Ég vissi það frá upphafi að þetta yrði krefjandi verkefni: Að taka vinsælasta ástarævintýri sögunnar og endurskrifa handritið með ást tveggja stúlkna í huga í stað drengs og stúlku,“ segir Agnes Gísladóttir, einn aðalleikara leiksýningarinnar Rómeyjar og Júlíu, sem Listafélag Verslunarskóla Íslands sýnir um þessar mundir.

Verkið er byggt á einni fræg­ustu ástar­sögu heims, Rómeó og Júlíu eft­ir William Shakespeare, en í stað þess að aðal­per­són­urn­ar séu karl og kona eins og í upp­runa­lega verk­inu fara tvær kon­ur með aðal­hlut­verk í út­gáfu Lista­fé­lags­ins.

Mótleikkona Agnesar er Rannveig Eva Snorradóttir og leikur hún Júlíu. „Það var krefjandi að fara með þennan heimsfræga erfiða texta og leika það að vera yfir mig ástfangin af stelpu,“ segir Rannveig. Hún segist hafa verið tvístígandi með að taka þátt í uppsetningunni þegar samlestur hófst, bæði vegna tímans sem fer í æfingar og vegna hlutverksins. „Umfjöllunin í leiksýningunni er ádeila og það að vera ástfanginn og kyssa stelpu í sýningunni er einnig mjög krefjandi.

Þekktust lítið fyrir æfingatímabilið

Leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Snæ­björns­son og endurskrifaði hann handritið ásamt leikhópnum. „Það var að mörgu leyti mjög þægilegt því það gerði okkur kleift að skilja handritið mun betur,“ segir Agnes. 

Hún segir þær Rannveigu lítið hafa þekkst áður en æfingatímabilið hófst en þær hafi fljótt náð vel saman. Rannveig tekur í sama streng og þakka þær báðar leikstjóranum fyrir þá aðstoð sem hann sýndi þeim í ferlinu. „Bjarni tók okkur tvær á æfingar sem voru óþægilegar en auðvelt var að vinna með Agnesi mótleikara mínum og ég kynntist henni fljótt,“ segir Rannveig.

Kveið því að verða fyrir fordómum

Eftir að stikla fyrir leikritið var frumsýnd í byrjun mánaðarins og skrifað var um sýninguna á öllum helstu fréttamiðlum, þar á meðal mbl.is, segist Rannveig hafa fengið svolítið sjokk. „Ég neita því ekki að ég fylltist bæði spennu og kvíða, var einnig sár og jafnvel smá reið yfir þessu á þeim tímapunkti. En seinna um daginn áttaði ég mig á því að ég var kvíðin yfir því að verða fyrir fordómum kassalaga fólks í garð samkynhneigðra. Þessi tilfinning innra með mér gerði mig sterkari fyrir vikið. Ég ætlaði að sýna fólki hvað í mér býr og leggja mig alla fram,“ segir hún.

Í dag segist hún þó ekki geta verið stoltari af því að vera í hlutverkinu og sýna sinn stuðning á þennan hátt. „Ég hef áttað mig á því að ást spyr ekki um stund, stað, aldur, kyn eða kynhneigð. Ég er þakklát fyrir að vera partur af þessu öllu saman og þessi lífsreynsla á eftir að fylgja mér um ókomna framtíð.“

Tvær sýningar eru eftir af verkinu, og stendur miðasala yfir á midi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson