Neitaði að taka þátt í Band Aid

Lily Allen
Lily Allen AFP

Söngkonan Lily Allen hafnaði tilboði um að taka þátt í þrjátíu ára afmælisútgáfu Band Aid.

Söngkonan segir frá þessu í viðtali við the Mail. „Ég fékk tölvupóst þar sem ég var spurð hvort ég vildi vera með. Það er erfitt að útskýra af hverju ég gerði það ekki án þess að hljóma eins og fífl. Ég vil frekar gefa til góðgerðarmála með því að gefa peninga beint en ekki vera samanþjöppuð með öllu þessu fólki,“ sagði Allen. The Independent segir frá þessu.

Allen er fyrsta stjarnan til þess að viðurkenna það opinberlega að hafa neitað að taka þátt í verkefninu, sem safnaði 200 milljónum til styrktar baráttunni gegn ebólu á aðeins nokkrum mínútum.

Orðrómur þess efnis að Adele hafi einnig neitað að taka þátt í því kom upp í síðustu viku. Bob Geldof, skipuleggjandi Band Aid, sagði það þó algjört kjaftæði. 

„Þetta er eins og klúbbur fyrir farsæla og ég er eiginlega ekki í honum,“ sagði Allen í viðtalinu. „Það er ekki það að mér finnist ég of góð fyrir hann en það er eitthvað pínu sjálfumglatt við þetta allt saman.“

Allen bætti því við að hún óttaðist ekki að móðga Geldof með ummælum sínum. „Honum er alveg sama. Hann er fýlupoki eins og ég.“

Drengirnir úr One Direction syngja í nýja Band Aid laginu.
Drengirnir úr One Direction syngja í nýja Band Aid laginu. Skjáskot af Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson