Nauðgað með pappírspoka á höfði

Leikarinn Shia LaBeouf.
Leikarinn Shia LaBeouf. mbl.is/Cover media

Leikarinn Shia LaBeouf heldur því fram að honum hafi verið nauðgað af konu á meðan hann framkvæmdi listgjörning fyrr á þessu ári. Gjörningurinn fólst í því að LaBeouf sat þögull með pappírspoka á höfðinu sem á var letrað „Ég er ekki lengur frægur“.

Í viðtali við tímaritið Dazed sem fór fram í gegnum tölvupóst segir LaBeouf að sér hafi verið nauðgað á meðan að á gjörningnum stóð.

„Ein kona sem kom með kærastanum sínum, sem var fyrir utan dyrnar á meðan á þessu stóð, sló í fæturna á mér í tíu mínútur, afklæddi mig svo og nauðgaði mér,“ segir LaBeouf í viðtalinu.

Gjörningurinn fór fram í galleríi í Los Angeles en áhorfendur biðu í röð eftir að fá að sitja einir andspænis leikaranum sem hefur verið talinn tæpur á geði undanfarið. LaBeouf segir að orðrómur um það sem hafi gerst hafi borist eftir röðinni, allt til eyrna kærustu leikarans.

„Þegar hún kom inn krafði hún mig skýringa og ég gat ekki talað þannig að við sátum bæði í óútskýrðra þögn áfallsins. Það var sársaukafullt,“ segir leikarinn sem er í meðferð vegna fíknivanda. 

Hann var handtekinn í júní fyrir ósæmilega hegðun og áreiti eftir að hann truflaði söng- og danssýningu með óhefluðu orðbragði. Áður hafði hann vakið athygli fyrir flaum furðulegra færslna á samskiptavefnum Twitter eftir að upp komst að hann hafði verið sakaður um ritstuld í tengslum við kvikmynd sem hann vann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson