Sat föst í baðkarinu í sex daga

Wikipedia/Ytrottier

Frönsk kona á áttræðisaldri sat föst í baðkarinu á heimili sínu í sex daga þar til póstberi kom henni loks til bjargar. Konan býr ein í bænum Saint-Antoine-de Breuilh í suðurhluta Frakklands. Þegar hún ætlaði að nota salernið rann hún og féll ofan í baðkarið.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.fr að konan hafi ekki getað kallað á hjálp með því að nota neyðarhnappinn sinn þar sem hún hafði skilið hann eftir við vaskinn. Hún lifði af þessa sex daga með því að drekka vatn úr baðkarskrananum. Enginn varð var við ófarir konunnar þar til póstberann í hverfinu hennar fór smám saman að gruna að ekki væri allt með felldu. Meðal annars að pósturinn safnaðist upp innan við útidyrnar þrátt fyrir að ekkert benti til þess að konan hefði farið í ferðalag. Meðal annars voru gluggahlerar ekki fyrir gluggunum.

Póstberinn fór að lokum á bæjarskrifstofurnar og kom grunsemdum sínum á framfæri. Bæjarstjórinn, Cristian Gallot, ákvað að rannsaka málið sjálfur og komst að því að nágranni konunnar var með aukalykla að húsi hennar. Hann fann í kjölfarið konuna í baðkarinu. Hún var vitaskuld fengin frelsinu og sagðist hafa lært þá lexíu að hafa neyðarhnappinn alltaf á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson