Það toppar enginn Tolkien

Peter Jackson
Peter Jackson AFP

Sjötta kvikmynd Peters Jacksons eftir bókum J.R.R Tolkiens, The Hobbit: The Battle of the Five Armies, er vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum vestanhafs aðra vikuna í röð. 

Áttu nýjar myndir eins og Unbroken og Into the Woods ekki roð í Hobbit enda Jackson vanur því að kvikmyndir hans eftir bókum Tolkien slái í gegn hjá bíógestum.

Tekjur af myndinni námu 41,4 milljónum Bandaríkjadala um helgina en tvær vikur eru síðan hún var frumsýnd. Í öðru sæti listans er mynd Angelinu Jolie, Unbroken sem segir sögu íþróttagarpsins bandaríska, Louis Zamperini,sem var tekinn höndum af Japönum í seinni heimstyrjöldinni. Tekjur hennar námu 31,7 milljónum dala en myndin var frumsýnd fyrir helgi.

Nornamyndin Into the Woods, með Meryl Streep í aðalhlutverki, er í þriðja sæti listans en myndin er nútímaútgáfa af nokkrum ævintýrum Grimm-bræðra. 

Angelina Jolie
Angelina Jolie AFP
Meryl Streep
Meryl Streep AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson