Bannað í Bláfjöllum

Candide Thovex fer á flug í myndbandinu.
Candide Thovex fer á flug í myndbandinu.

Skíða- og snjóbrettatímabilið er hafið á Íslandi og fólk flykkist í brekkurnar þar sem bæði reyndir og óreyndir renna sér niður hlíðarnar og njóta útiverunnar. Flestir láta sér nægja að skíða venjulega niður brekkurnar meðan aðrir kjósa smá stökk eða að leika kúnstir sínar. Fæstir hafa þó tærnar þar sem franski skíðamaðurinn Candide Thovex hefur hælana. 

Thovex hefur verið atvinnumaður síðan hann var 14 ára og í meðfylgjandi myndbandi setur hann upp sjónrænt listaverk í brekkunum fyrir okkur sem munum seint njóta svipaðra ævintýra í eigin persónu.

Allt frá heljarstökkum yfir í bruna gegnum skóg og helli er meðal þess sem Thovex gerir, en myndbandið er allt tekið með myndvél sem fest er á höfuð skíðamannsins. Eitt er þó ljóst að umsjónarmenn skíðasvæðanna hér á landi yrðu örugglega ekkert mjög sáttir ef fólk færi að hegða sér svona, enda gæti það boðið upp á talsverða hættu, bæði fyrir skíðamanninn sem og aðra í kring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir