Ísland í brennidepli á Eurosonic

Það var mikið um að vera á Eurosonic-hátíðinni í gærkvöldi þar sem fjöldi íslenskra tónlistarmanna kemur fram.

Samkvæmt tilkynningu frá Icelandic Music Export var boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, þar sem var smekkfullt af fólki. Í Stadsschouwburg-leikhúsinu var móttaka þar sem Árstíðir sungu „Heyr himnasmiður“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Júníus Meyvant söng tvö lög við eigin undirleik. 

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bauð gesti velkomna og hélt ræðu um gildi tónlistar og Jakob Frímann Magnússon formaður FTT kynnti nýtt myndband um íslenska tónhöfunda.

Tónleikar 12 íslenskra sveita og tónlistarmanna fóru fram inni á hátíðinni og var alls staðar fullt af fólki. Mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um Ísland í tengslum við Eurosonic og hefur verið gerður góður rómur að því að íslenskt tónlistarfólk sé í brennidepli á hátíðinni.

Fram komu m.a. Mammút, Young Karin, Sóley, Júníus Meyvant, Dj Flugvél og geimskip, Kiasmos og Sólstafir og var örtröð á öllum tónleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson