Klúðraði tækifæri og á von á fangelsisdóm

Lindsay Lohan á erfitt með að fylgja fyrirmælum.
Lindsay Lohan á erfitt með að fylgja fyrirmælum. AFP

Ólátabelgnum Lindsay Lohan var gert að skila 240 klukkustundum í samfélagsþjónustu fyrir að hafa ekið undir áhrifum árið 2012. Lohan mun þá mæta til dómara á miðvikudaginn í næstu viku til að sanna að hún hafi lokið samfélagsþjónustunni en samkvæmt heimildum TMZ lauk Lohan ekki vinnunni og gæti því lent í fangelsi.

Ef Lohan getur ekki sýnt fram á að hafa lokið samfélagsþjónustunni verður það í annað sinn sem henni mistekst því í nóvember á seinasta ári fékk hún tækifæri til að sýna dómara fram á bætta hegðun. Lögmaður Lohan greindi þá dómara frá því að hún hefði aðeins lokið helmingi vinnunnar. Lohan fékk annað tækifæri en fregnir herma að hún hafi klúðrað því.

Lohan hafði afsökun á reiðum höndum í nóvember og sagði að miðstöðin þar sem samfélagsþjónustan færi fram hefði verið lokuð í tvær vikur og hún hefði svo veikst þegar miðstöðin var opnuð aftur. Sá orðrómur komst á kreik að Lohan hefði veikst þegar hún naut lífsins á eyjunni Bora Bora.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson