Nicki Minaj hrósar sænsku undrabarni

Zara Larsson vakti mikla athygli fyrir þessa mynd á Instagramsíðu …
Zara Larsson vakti mikla athygli fyrir þessa mynd á Instagramsíðu sinni. Mynd/Instagram

Sænska tónlistarkonan Zara Larsson er um þessar mundir að gefa út plötu sína í Bandaríkjunum. Hún hefur áður slegið í gegn með lagið Uncover þrátt fyrir ungan aldur en Zara er aðeins 17 ára gömul. Fyrr í þessum mánuði vakti hún mikla athygli með Instagram-mynd sinni, raunar svo mikla athygli að Nicki Minaj hefur stigið fram og hrósað söngkonunni ungu. 

Myndin er af fæti hennar, sem hún hefur sett smokk á. Textinn við myndina vekur einnig athygli en þar segir: „Til allra stráka sem segja að typpið á þeim sé of stórt fyrir smokka, SETJIST ÞIÐ NIÐUR.“ 

Nicki Minaj skrifaði á Facebooksíðu sinni í vikunni: „Eins og turn, og ég er ekki að tala um Eiffelturninn,“ og lét fréttina af smokkamyndinni fylgja með. 

Sænski blaðamaðurinn Lars Lindström lýsir Zöru í samtali við Expressen sem femínískum snillingi. Zara hefur áður notað samfélagsmiðla fyrir samfélagsgagnrýni sína. Hefur hún meðal annars lýst því yfir hversu niðurlægjandi fyrir konur umræðan um klæðaburð kvenna sé.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/xfGscFD1rW/" target="_top">To all the guys saying "my dick is too big for condoms" TAKE A SEAT</a>

Et bilde publisert av Zara Larsson (@zaralarsson) Jan. 5, 2015 at 12:40 PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson