Eastwood svarar gagnrýninni

Clint Eastwood, leikstjóri American sniper.
Clint Eastwood, leikstjóri American sniper. AFP

Kvikmyndin American sniper eftir leikstjórann Clint Eastwood hlaut nýverið sex óskarstilnefningar og var frumsýnd 16. janúar á þessu ári hér á landi. Hún hefur þó hlotið mikla gagnrýni fyrir að ala á ótta við íslam. Fram hefur komið að mörg hundruð múslímar í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir, meðal annars í gegnum samskiptamiðla, eftir að myndin var frumsýnd.

Kvikmyndin fjallar um leyniskyttu sem starfaði fyrir bandaríska herinn í Íraksstríðinu og þótti afar afkastamikill. Amerísk-arabísku samtökin ADC telja að hótanirnar megi rekja til þess hvernig skoðanir múslíma eru settar fram í myndinni. Í opnu bréfi biðja samtökin Eastwood og Bradley Cooper, aðalleikara myndarinnar, að taka skýra afstöðu gegn hótununum. Telja samtökin að það muni gera mikið til þess að fækka þeim. 

Kvikmyndin hefur einnig hlotið mikla gagnrýni fyrir að hampa hermanni sem drap yfir 100 manns í stríðinu sem þjóðarhetju. Þáttastjórnandinn Bill Mayer lýsti í þætti sínum söguhetjunni sem geðsjúklingi. 

Clint Eastwood svaraði gagnrýninni á morgunverðarfundi hjá leikstjórum sem tilnefndir hafa verið til Óskarsverðlauna. Segir hann að American sniper og önnur stríðsmynd sem hann leikstýrði, Letters from Iwo Jima, séu myndir sem taki sterka afstöðu gegn stríðsrekstri. „Þessar kvikmyndir sýna áhrif stríða á fjölskyldurnar sem sitja heima,“ sagði Eastwood. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson