Heimamaðurinn táraðist eftir tapið

Anthony Johnson sparkar hér í átt að Alexander Gustafsson.
Anthony Johnson sparkar hér í átt að Alexander Gustafsson. EPA

Gríðarleg stemning var í Tele2-Arena í Stokkhólmi í nótt þegar Alexander Gustafsson mætti Anthony Johnson í UFC-bardaga. Stuðningur heimamanna dugði Gustafsson ekki, því Johnson sigraði á rothöggi strax í fyrstu lotu.

Það var því svekktur Gustafsson sem þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn að bardaganum loknum. „Ég var einfaldlega tekinn hér í kvöld. Takk kærlega fyrir komuna öllsömul,“ sagði Gustafsson eftir bardagann. 

Það skorti ekki dramatíkina í bardaganum því strax eftir nokkrar sekúndur þurfti að gera stutt hlé vegna þess að Johnson fékk fingur Gustafssons í augað. Þegar bardaginn hófst aftur var hins vegar enginn vafi á því hvor væri sterkari og Johnson náði yfirhöndinni. Hann komst á bakið á Gustafsson og náði nokkrum sterkum höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann og Johnson fékk sigurinn. 

„Hann er ótrúlegur íþróttamaður og ég finn til með honum þar sem hann stendur hér og grætur,“ sagði þakklátur Johnson eftir bardagann. 

Alls voru 30 þúsund áhorfendur í höllinni, og stuðningurinn við Gustafsson mikill. Hann hlaut þó lófatak að loknum bardaganum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson