„Guð er vitfirringur“

Breski leikarinn Stephen Fry er þekktur efahyggjumaður.
Breski leikarinn Stephen Fry er þekktur efahyggjumaður. AFP

Leikarinn Stephen Fry var ómyrkur í máli þegar þáttastjórnandi írska ríkissjónvarpsins spurði hann hvað hann myndi segja segja ef hann hitti guð eftir dauðann. Sagðist Fry telja guð vera hryllilegan vitfirring og að hann hefði ekki áhuga á að komast inn í himnaríki á forsendum slíks guðs.

„Beinkrabbamein í börnum. Hvað er málið með það? Hvernig dirfist þú? Hvernig dirfist þú að skapa heim þar sem er slík eymd sem er ekki okkur að kenna? Það er ekki réttlátt. Það er algerlega, algerlega illt. Af hverju ætti ég að virða duttlungafullan, meinfýsinn, heimskan guð sem skapar heim sem er svo uppfullur af óréttlæti og þjáningu,“ sagði Fry við spyrilinn sem var sem steinrunninn.

Yrðu guðirnir sem tækju á móti honum við dauðann hins vegar ólympusguðir Grikkja yrði Fry skilningsríkari. Þeir hefðu nefnilega aldrei þóst vera neitt annað en mannlegir eða hafnir yfir langanir sínar og skapgerðarbresti.

„Þeir þóttust ekki vera alsjáandi, alvitrir, algóðir, alörlátir. Guðinn sem skapaði þennan alheim, ef hann var skapaður af guði, er bersýnilega vitfirringur. Alger vitfirringur. Fullkomlega sjálfselskur. Við þurfum að eyða lífinu á hnjánum við að þakka honum fyrir. Hvers konar guð myndi gera það?“ spurði Fry sem er vel þekktur fyrir efahyggju sína.

Með því að hafna tilvist guðs gæti fólk öðlast líf sem væri einfaldara, hreinna og frekar þess virði að lifa, að mati Frys.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson