Nærbuxur þrengdu að þingmanni

Kanadíska þinghúsið í Ottawa.
Kanadíska þinghúsið í Ottawa. AFP

Kanadískur þingmaður komst í hann krappan á fimmtudag þegar hann sá sér þann kost vænstan að yfirgefa þingsal á meðan á atkvæðagreiðslu stóð þar og þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum. Hann gaf þá skýringu að ódýrar nærbrækur sem hann hafði keypt væru svo þröngar að hann gæti ekki setið kyrr.

Þingforseti skipaði stjórnarandstöðuþingmanninum Pat Martin í fyrstu að halda kyrru fyrir. Martin var hins vegar ekki til setunnar boðið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

„Það var helmingsafsláttur á nærbuxum fyrir herra og ég keypti slatta af þeim sem voru augljóslega of litlar fyrir mig. Það er erfitt fyrir mig að sitja kyrr í nokkurn tíma,“ sagði Martin þegar hann útskýrði tímabundna fjarveru sína. Kættist þingheimur mjög.

Martin sá sér þó fært að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en ekki fylgir sögunni hvort hann hafði þá losað sig við nærbuxurnar.

„Ég skildi ekki útskýringu hans fyrst og ég er ekki viss um að ég skilji hana ennþá,“ sagði forseti kanadíska þingsins þegar hann var spurður út í málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg