Hver á drykkjuréttinn?

Brynhildur, Tanja og Halldór stilla sér upp með Jóni Steinari …
Brynhildur, Tanja og Halldór stilla sér upp með Jóni Steinari sem leysti úr bjórdeilunni miklu.

Í dag sendi Alvarpið í loftið fyrsta þáttinn í annarri þáttaröð Sultukrukkudómsins, útvarpsþáttar um lögfræði og lífið. Þátturinn er hlaðvarpsþáttur (e. podcast) en það þýðir að hlustendur geta nálgast þættina á netinu og hlustað þegar þeim hentar.

Þátturinn er sérstakur fyrir það leiti að stjórnendur hans eru allir lögfræðingar eða laganemar í meistaranámi við Háskóla Íslands og er í hverjum þætti leyst úr álitamálum úr daglega lífinu með hina svokölluðu lagalegu aðferð að vopni.

Einn af stjórnendum þáttarins, Halldór Kristján Þorsteinsson, segir Sultukrukkudóminn hafa orðið til upp úr hádegisverðarspjalli um fjölmiðla.

„Inn í þetta spjall blandaðist svo, að ég hafði drukkið bjór sem Brynhildur [Bolladóttir] hafði skilið eftir heima hjá mér og hún vildi fá til baka. Við vorum sammála um að það væri gott ef það væri til einhver dómstóll götunnar sem fólk gæti snúið sér til með svona álitamál,“ segir Halldór.

„Það var í rauninni verið að slá tvær flugur í einu höggi með að taka upp þátt um einmitt þetta, þar sem lögfræðin er færð inn í hverdagsleikann og hinni lagalegu aðferð er beitt til að leysa mál sem fólk glímir við heima hjá sér.“

Þáttastjórnendurnir Brynhildur Bolladóttir, Egill Pétursson, Halldór Kristján Þorsteinsson, Sindri Rafn Kamban og Tanja Tómasdóttir eru greinilega ekki fólk sem skilur hugmyndir eftir á glámbekk því þau ákváðu að kynna Sultukrukkudóminn fyrir Ragnari Hanssyni hjá Alvarpinu.

„Ragnar tók vel í hugmyndina, studdi okkur og aðstoðaði í einu og öllu. Fyrsta sería fór í loftið síðasta vor og nú er fyrsti þáttur í annarri þáttaröð farin í loftið. Gestur í fyrsta þætti er Jón Steinar Gunnlaugsson [fyrrum dómari við Hæstarétt]en hann kom einmitt til að tala um þennan heilaga gral, vandamálið sem varð kveikjan að þættinum,“ segir Halldór.

Hægt er að hlusta á Sultukrukkudóminn komast til botns í þessu þekkta vandamáli með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson