Ljónið fékk bara jógúrt og brauð

Ljónið Magnús braggast nú vel.
Ljónið Magnús braggast nú vel. Skjáskot af YouTube

Myndbandið hér að neðan gæti verið óþægilegt áhorfs fyrir suma en það sýnir björgun ljónsins Magnúsar. Magnús var tekinn frá móður sinni aðeins fáeinum dögum eftir að það fæddist og var gerður að sirkusdýri. Í sirkusnum var gestum leyft að taka myndir með honum og var því mikilvægt að Magnús væri lítill og viðráðanlegur.

Ljón eru fljót að stækka og til þess að halda Magnúsi smávöxnum sem lengst var hans eina fæða blanda af jógúrti og brauði. Magnús varð að lokum svo aðframkominn af næringarskorti að umsjónarmenn hans hugðust láta svæfa hann, en þá stigu tyrknesku dýraverndunarsamtökin Lets Adopt! Global inn í. 

Magnús þurfti á aðgerð að halda þar sem vélinda hans var víkkað. Vegna þess mataræðis sem hann hafði verið á gat hann ekki innbyrt fasta fæðu lengur en sem betur fer gekk aðgerðin að óskum. Nú leita samtökin að nýju heimili fyrir Magnús þar sem hann getur haldið áfram að vaxa og dafna og öðlast nýtt og betra líf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson