Létust hönd í hönd eftir 67 ára hjónaband

AFP

Það minnir mest á fullkomna ástarsögu, samband hjónanna Floyd og Violet Hartwig frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Eftir 67 ára hjónaband, þrjú börn, fjögur barnabörn, tíu barnabarnabörn, dóu þau með aðeins klukkustunda millibili, hönd í hönd á heimili sínu til margra ára.

Hjónin voru bæði um nírætt og heilsunni farið að hraka. Ættingjar þeirra skynjuðu að þau ættu ekki langt eftir og vörðu síðustu dögunum með þeim. Floyd fékk þá að vita að lifrin hans virkaði ekki sem skyldi og að hann ætti aðeins tvær vikur eftir. „Þau vildu kveðja heiminn saman, þau voru bara svo samstillt,“ segir Donna Scharton, dóttir hjónanna. Ættingjar þeirra komu rúmum þeirra fyrir í sama herbergi og stilltu þeim upp hlið við hlið. Þannig gátu þau haldist í hendur uns Floyd gaf upp öndina. Örfáum klukkustundum síðar gerði Violet hið sama, enn haldandi í hönd eiginmannsins. 

Floyd og Violet giftu sig árið 1947 eftir að hafa fyrst kynnst nokkrum árum áður í skóla. Þau bjuggu saman upp frá því á búgarði í Kaliforníu þar sem þau ræktuðu kalkúna og bómull. 

„Upplifunin þennan síðasta dag þeirra á jörðinni hafði gríðarleg áhrif á okkur, en við vildum bara að þau fengju ósk sína uppfyllta,“ sagði Scharton í samtali við Fox News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson