Hættir sem óperustjóri í vor

Stefán Baldursson óperustjóri.
Stefán Baldursson óperustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef ákveðið að hætta sem óperustjóri í vor eftir átta ára starf. Ég tel þetta réttan tímapunkt auk þess sem mig langar að taka tilboðum um leikstjóraverkefni erlendis og sinna öðrum verkefnum,“ segir Stefán Baldursson. Starfið var auglýst laust til umsóknar um helgina.

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Stefán mjög ánægjulegt hversu Óperan hefur náð að festa sig í sessi í Hörpu, ekki síst listrænt séð, síðustu misseri. „Aðsókn hefur aukist verulega og sýningar okkar þykja sæta tíðindum í menningar- og listalífinu í æ ríkara mæli. Þeim hefur verið hrósað bæði af almenningi og gagnrýnendum, ekki síður erlendum gagnrýnendum sem hafa borið lof á sýningar okkar í alþjóðlegum óperutímaritum. Það vekur gjarnan furðu þessara erlendu gagnrýnenda að þessi fámenna þjóð skuli geta sviðsett jafn kröfuharðar og viðamiklar óperur og við höfum verið að gera með íslenskum söngvurum einvörðungu. Þar getum við verið þakklát stórmerkilegu starfi íslenskra tónlistarskóla sem lagt hafa grunninn að menntun bæði söngvara og hljóðfæraleikara.

En óperuformið er dýrasta listformið og það er von mína að stjórnvöld beri gæfu til að bæta hag Óperunnar og skapa henni viðunandi rekstrargrundvöll þannig að unnt sé að halda úti samfelldri óperustarfsemi á atvinnugrundvelli í framtíðinni. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að þjóðin sækir í vaxandi mæli á óperusýningar enda aðgöngumiðar á viðráðanlegu verði fyrir almenning og margfalt ódýrari en í óperuhúsum erlendis.“

Viðtalið við Stefán í heild

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson