Úr ástarsorg í sigur

Björk Guðmundsdóttir á tónleikum.
Björk Guðmundsdóttir á tónleikum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, var flutt í fyrsta skipti á tónleikum um helgina. Fóru tónleikarnir fram í Carnegie Hall í New York borg, og voru áheyrendur 2.800 talsins.

Athygli vakti að tónleikarnir fóru fram klukkan tólf að hádegi. Tónleikagagnrýnandi tímaritsins Rolling Stone, Will Hermes, telur í grein sinni líklegt að margir tónleikagestir hefðu verið nýkomnir úr rúminu er þeir mættu í tónleikasalinn. Það kom þó ekki að sök og segir Hermes að á tónleikunum hafi ástarsorg Bjarkar, sem birtist á plötunni, breyst í sigur. 

Lýsir Hermes því hvernig Björk gekk á sviðið í gólfsíðum hvítu kjól sem minnti á brúðarkjól. Klæddist hún jafnframt hvítum skóm og með höfuðfat sem minnti á blæju úr grýlukertum að sögn Hermes.

Ásamt Björk á sviðinu voru fimmtán meðlimir kammersveitarinnar Alarm Will Sound sem kemur frá New York. Klæddust þeir einnig hvítu. Á bakvið sveitina mátti sjá slagverksleikarann Manu Delago og venesúelska upptökustjórann Arca.

Að sögn Hermes byrjaði Björk á því að flytja fyrstu sex lög Vulnicura, sem sýna þróun sambandsslita hennar við listamanninn Matthew Barney. Segir hann að Björk hafi byrjað örlítið hikandi en að söngur hennar hafi síðan þróast yfir í ómengaðan anda. 

Gagnrýnandi USA Today, Patrick Ryan, tekur í sama streng. Segir hann að þó svo að andlit Bjarkar hafi ekki sést fyrri helming tónleikanna hefði söngkonan ekki getað verið tjáningarríkari við flutninginn. Lýsir hann því hvernig Björk stökk um sviðið með sterkum hreyfingum og handleggjum sínum útbreiddum til áhorfenda. Segir Ryan að hápunktur tónleikanna hafi verið flutningur Bjarkar á laginu Black Lake sem er tíu mínútna langt. „Hvar á ég að byrja?“ spyr Ryan sig í grein sinni. Kallar hann flutninginn heillandi og epískan. 

Eftir fyrst sex lög Vulnicura var gert stutt hlé á tónleikunum. Björk kom til leiks eftir hlé í silkikjól og án höfuðfatsins. Tók hún þá nokkur af sínum eldri lögum eins og The Pleasure is All Mine, Come to Me og Undo. Skrifar Ryan að áhorfendur hafi tekið vel á móti þeim lögum og fagnað ákaft. 

„Þetta eru ekki tónleikar þar sem áhorfendur syngja og dansa með. Í staðinn sitja allir rólegir, að mestu í þögn og leyfa sjónarspilinu að hellast yfir sig,“ skrifar Ryan. 

Umfjöllun USA Today má sjá hér.

Umfjöllun Rolling Stone má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson