Björk vill aðra búsáhaldabyltingu

Björk Guðmundsdóttir talar enga tæpitungu í samtalinu við Guardian.
Björk Guðmundsdóttir talar enga tæpitungu í samtalinu við Guardian. AFP

Björk Guðmundsdóttir söngkona vonar að efnt verði til nýrrar búsáhaldabyltingar til að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Björk lýsir þessu yfir í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið Guardian en þar lýsir hún yfir megnri óánægju með núverandi ríkisstjórn. 

Björk rifjar upp efnahagshrunið 2008 og hvernig það hafi alið af sér búsáhaldabyltinguna. Svo segir hún orðrétt í lauslegri íslenskri þýðingu:

„Við sendum nokkra stjórnmálamenn í fangelsi og fólk stóð fyrir utan þinghúsið og barði potta og pönnur og rak ríkisstjórnina frá völdum. Sem var gott. En síðan varði vinstristjórnin fjórum árum í það eina verk að hreinsa upp eftir hrunið og mikið af fólki tapaði samt peningum og missti heimili sín. Síðan komst hægrisinnaði bændaflokkurinn til valda vegna þess að hann lofaði að þurrka út skuldir allra, sem hann getur auðvitað ekki.

Þetta er vitfirrt ríkisstjórn. Allt sem hún gerir er hræðilega rangt. Hlutirnir eru aftur að verða eins og þeir voru fyrir bankahrunið nema hvað þeir eru fimmfalt verri núna. Eftir allar breytingarnar sem vinstristjórnin gerði - og ég held því ekki fram í augnablik að ég sé til vinstri, ég álít mig hvorki vinstri eða hægri manneskju - hefur þeim á fimm mínútum tekist að snúa hlutunum til fyrri vegar og einkavætt allt. Svo við höfum vonað að það yrði önnur bylting til að koma þeim frá völdum,“ sagði Björk um stjórnmálaástandið á Íslandi.

Viðtalið er á ensku og það má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson