Dumbledore er hommi

Gamli skólastjórinn er hommi.
Gamli skólastjórinn er hommi.

Rithöfundurinn og milljarðamæringurinn J.K. Rowling tók aðdáanda Harry Potter bókanna í karphúsið í gær fyrir að segjast ekki trúa því að Dumbledore gamli, skólastjórinn í Hogwarts, væri hommi. 

Árið 2007 sat hún fyrir svörum aðdáenda en þar kom fram að hinn ástkæri Dumbledore væri samkynhneigður. Hann hefði elskað annann mann þegar hann var ungur en sá hefði snúist til svartagaldurs og skilið Dumbledore eftir, hryggbrotinn í ljósinu. Að sögn Rowling var þetta hinn „mikli harmleikur“ sögupersónunnar. 

Meira en sjö árum síðar mætir aðdáandi bókanna á Twitter-síðu höfundarins og veltir því fyrir sér hvort þetta geti passað. „Ég bara get ekki séð hann fyrir mér sem homma,“ skrifaði @anakocovic21. 

Rowling var ekki að flækja svarið og skrifaði: „Kannski vegna þess að samkynhneigt fólk lítur bara út eins og... fólk,“ skrifaði hún. 

Notandinn var ekki lengi að skammast sín og eyddi Twitter-prófílnum en fleiri en 8.000 hafa nú deilt svarinu og 11.000 eða fleiri hafa smellt á að þetta svar sé í uppáhaldi hjá þeim. 

Árið 2013 sagði höfundurinn í viðtali við Good Morning America að hún fyndi sterkasta samsvörun milli sjálfrar sín og skólastjórans gamla. 

„Mér finnst ég alltaf hafa Dumbledore á bak við eyrað,“ stundum hefur hann sagt mér og Harry hluti sem ég vissi ekki fyrr en ég var búin að skrifa þá niður með rödd Dumbledores,“ sagði hún og bætti við að erfiðast hafi henni þótt að skrifa kaflann um dauða hans. 

„Mér fannst erfiðast að yfirgefa hann. Ef það væri ein persóna úr bókunum sem ég myndi vilja að lifnaði við til að koma að spjalla við mig þá væri það Dumbledore.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson