Hættur í One Direction

Liam Payne, Niall Horan, Louis Tomlinson, Zayn Malik, og Harry …
Liam Payne, Niall Horan, Louis Tomlinson, Zayn Malik, og Harry Styles meðan allt lék í lyndi. AFP

Zayn Malik hefur tilkynnt að hann sé hættur í strákahljómsveitinni One Direction. Blaðafulltrúi Malik greindi frá ákvörðun Malik nú fyrir skömmu.

„Líf mitt með One Direction hefur verið meira en ég gat nokkurn tíma ímyndað mér. En eftir fimm ár finnst mér að nú sé rétti tíminn fyrir mig að hætta í sveitinni. Ég vil biðja aðdáendur afsökunnar ef ég hef brugðist einhverjum en ég verð að gera það sem mér virðist rétt í hjarta mér. Ég er að hætta af því að ég vil vera venjulegur 22 ára einstaklingur sem getur slappað af og átt einkalíf utan kastljóssins. Ég veit að ég á fjóra vini fyrir lífstíð í Louis, Liam, Harry og Niall. Ég veit að þeir munu halda áfram að vera besta hljómsveit í heimi,“ segir Malik samkvæmt tilkynningu blaðafulltrúans.

Í tilkynningunni koma viðbrögð hljómsveitarinnar einnig fram en þar segir að hinir meðlimirnir virði ákvörðun hans þó svo að þeim þyki leitt að hann skuli hafa ákveðið að hætta. Einnig kemur fram að hljómsveitin sé þó ekki hætt og að hinir fjórir meðlimirnir muni halda áfram tónleikaferð sinni um heiminn og upptökum á næstu plötu sveitarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir