Rick Astley á leið til Íslands

Rick Astley er á leið til Íslands.
Rick Astley er á leið til Íslands.

Einn fremsti söngvari Breta á níunda áratugnum, Rick Astley hefur ákveðið að koma til Íslands og skemmta landanum með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 1.  maí næstkomandi.

Astley lagði heiminn að fótum sér árið 1987 með laginu „Never gona give you up“ sem fór beinustu leið í fyrsta sæti vinsældalista í 25 löndum samtímis. Hann er eini sóló listamaðurinn sem hefur átt átta lög á top 10 í Bretlandi. Þegar hann dró sig í hlé árið 1993 af persónulegum ástæðum hafði hann selt yfir 40 milljón plötur á heimsvísu.

Astley ákvað að snúa sér aftur að listamannsferlinum árið 2007. Síðan þá hefur hann gefið út tvær plötur, sem fengið hafa afbragðs dóma gagnrýnenda, auk þess að koma fram á tónleikum en þó helst ekki í mikilli fjarlægð frá Englandi þar sem honum mun vera illa við flugvélar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson