Úr Criminal Minds í kvikmynd með Clooney

Darri Ingólfsson.
Darri Ingólfsson.

ATH: Fréttin hér að neðan inniheldur gleðispilli (e. Spoiler) fyrir aðdáendur Criminal Minds: Beyond Borders.

„Þetta gerðist eins og þetta gerist dagsdaglega, ég fór bara í prufu,“ segir Darri Ingólfsson um hvernig það kom til að hann fékk hlutverk í þætti af Criminal Minds: Beyond Borders sem sýndur var vestanhafs í gærkvöldi.

Darri leikur persónu sem heitir Jerry Tidwell og er ekki langlíf í þáttunum sem eru einskonar aukaafurð (e.spinoff) hinna upprunalegu Criminal Minds-þátta sem hafa verið í loftinu frá 2005. „Ég djókaði með það við stelpuna sem er „showrunner“ og skrifar þættina að þau væru ekki bara að drepa mig úr einni þáttaröð heldur tveimur. Ég er bæði dauður í Criminal Minds og í Criminal Minds: Beyond Borders,“ segir Darri og hlær. „Nema ég láti mér vaxa stórt yfirvaraskegg og komi aftur sem lögga.“

Hann segist hafa haft mjög gaman af því að leika í þáttaröð af þessari stærðargráðu. Darri er þó raunar ýmsu vanur en hann hefur meðal annars leikið illmennið Oli­ver Saxt­on í þáttunum um fjöldamorðingjann Dexter.

„Ég var reyndar svolítið áhyggjufullur því þetta var skotið mikið úti á sjó í stórum fiskibát. Ég hafði skotið stuttmynd fyrir vinkonu mína í á bát fyrir utan ströndum Santa Monica fyrir um tveimur árum á lítilli rellu og það var algjört helvíti. Ég varð svo sjóveikur,“ segir Darri. Honum varð þó ekki meint af volkinu í þetta skiptið og segir hann sjóveikistöflur hafa gert gæfumuninn, auk þess sem líklega hafi stærð bátsins skipt máli.

„Ég hafði mjög gaman af þessu. Þetta var mega-batterí, við vorum með tvær þyrlur og nokkra báta svo út frá tæknilegu hliðinni var þetta mjög flókið. En leikstjórinn var með gott teymi með sér svo þetta gekk mjög vel.“

Þrátt fyrir að hafa landað hlutverki í eins stórum þáttum og raun ber vitni er hið hversdagslega hark leikarans enn hluti af veruleika Darra. Hann segir að auk þess sem hann reyni að lifa lífinu til hins ýtrasta þurfi hann á hverjum degi að finna út úr því hvernig eigi að ala upp tvö börn í einu og fara í prufur á sama tíma.

„Næst á dagskrá er þó að fara til New York að skjóta verkefni á vegum Jodie Foster,“ segir Darri og á þar við kvikmyndina Money Monster sem Foster leikstýrir. Kvikmyndin er spennumynd með þeim Julia Roberts, George Clooney, Jack O'Connell og Dominic West í aðalhlutverkum svo Darri verður í sérlega góðum félagsskap þó svo að hann segist alls ekki viss um hvort hann fái að leika í senum með hetjunum sjálfum.

„Það er samt alveg nógu spennandi að vera að fara að hitta Jodie Foster,“ segir Darri og hlær. „Hún er mikil goðsögn.“ Hann er ekki tilbúinn að láta of mikið uppi um hlutverk sitt eða gera of mikið úr því enda segir hann erfitt að segja til um hvort hlutverkið rati í lokaútgáfu myndarinnar. „Ég fékk þetta hlutverk upprunalega af því að verið var að leita að Íslendingi, ég held að það sé það eina sem skipti máli með þetta hlutverk að svo stöddu. En ég mun allavega hafa gaman af þessu.“ 

Fréttir mbl.is:
Darri leikur í Criminal Minds

Darri sagður verðugur andstæðingur Dexters

Umdeildur Darri á nærbuxunum

Darri í hlut­verki Oli­vers Saxt­ons í Dexter.
Darri í hlut­verki Oli­vers Saxt­ons í Dexter.
Jodie Foster leikstýrir næsta verkefni Darra.
Jodie Foster leikstýrir næsta verkefni Darra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson