Tárvot MTV kvikmyndahátíð

Bradley Cooper
Bradley Cooper AFP

Unglingamyndin The Fault in Our Stars var sigursæl á MTV kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Leikarinn Bradley Cooper, sem lék í American Sniper, var valinn besti karleikarinn fyrir hlutverk sitt í mynd Clints Eastwoods.

Shailene Woodley var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í  The Fault in Our Stars. Sagan segir frá baráttu hinnar sextán ára Hazel Grace Lancaster, sem túlkuð er af Shailene Woodley í kvikmyndinni, við krabbamein og ást hennar á hinum krabbameinssjúka Augustus Waters, sem Ansel Elgort túlkar. Mælt er við því við kvikmyndahúsagesti að þeir taki nóg af vasaklútum með á myndina og segir kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins um hana: „Það liggur í augum uppi að kvikmyndin er algjör tárakreista, enda varla við öðru að búast þegar sagan segir frá ástföngnum krabbameinssjúkum unglingum.“

Þau fengu síðan verðlaun fyrir besti kossinn í kvikmynd á MTV hátíðinni í gær og myndin var valin sú besta.

Meryl Streep var valin mesti þorparinn fyrir hlutverk sitt í Into the Woods og þeir Will Poulter og Dylan O'Brien voru verðlaunaðir fyrir besta slagsmálaatriðið í The Maze Runner. 

Shailene Woodley
Shailene Woodley AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson