Fjaðrafok eftir að Pippa bragðaði hvalkjöt

mbl.is/Cover Media

Pippa Middleton, systir hertogynjunnar Kate Middleton, heimsótti Noreg í apríl á síðasta ári þar sem hún meðal annars skíðaði og bragðaði á norskum mat, beint úr hafinu. Þegar hún skrifaði um heimsóknina í föstum pistli sínum í Vanity Fair olli það miklu fjaðrafoki þar sem hún sagðist meðal annars hafa smakkað hvalkjöt.

„Ekkert slær skandinavískum morgunverði við. Það er holl blanda af reyktum laxi, rúgbrauði, gúrku og eggi með ferskum kaffibolla.“

Pippa heldur svo áfram: „Við borðuðum hálfreykt hvalkjöt sem bragðaðist eins og lax en líka eins og villibráð.“

Dýraverndarsinnar í Bretlandi eru allt annað en sáttir með þessi skrif hennar og segja hana fara of fögrum orðum um hvalveiðiiðnaðinn. 

„Hvalveiði er bönnuð og breska ríkisstjórnin styður bannið af góðri ástæðu. Aðferðin við að drepa dýrin er ómannúðleg og inniheldur skutul,“ skrifaði dýraverndarsinninn Vanessa Williams-Grey í pistli í The Telegraph. 

Eigandi veitingastaðarins Juva landskakpshotell, þar sem Pippa snæddi umrætt hvalkjöt, hefur fengið mörg símtöl frá breskum fjölmiðlum undanfarna daga. 

„Við höfum fengið mörg símtöl frá breskum fjölmiðlum þar sem við höfum þurft að útskýra að þetta er hefðbundinn norskur matur. Við bjóðum aðeins upp á hvalkjöt af tegund sem er ekki í útrýmingarhættu. Þetta er flott hráefni og við erum stolt af því að bjóða upp á þetta hjá okkur,“ segir stjórnandi hótelsins, Knut Slinning í samtali við Dagbladet. 

Pippa Middleton var áður með fasta pistla í dagblaðinu The Telegraph þar sem hún sagði frá ferðalögum sínum og matarmenningu mismunandi landa. Hún missti hins vegar þann fasta pistil sinn eftir að lestur hans mældist of dræmur. Eftir það hefur hún skrifað fyrir bæði Vanity Fair og Waitrose Kitchen. 

Sjá frétt Dagbladet

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson