41,8 milljónir dollara að engu

Spilakassaleikurinn Miss Kitty.
Spilakassaleikurinn Miss Kitty. Mynd/online.worldcasinodirectory.com

Hin 90 ára Pauline McKee hafði unnið 2 dollara í spilakassaleiknum Miss Kitty þegar skilaboð birtust á skjánum þess efnis að hún hefði jafnframt unnið bónusvinning að upphæð 41,8 milljónir dollara. McKee sá fyrir sér að geta styrkt barnabörnin þrettán fjárhagslega, en dómstólar í Iowa gerðu út um þann draum.

Þegar McKee hugðist innheimta vinninginn neitaði spilavítið sem átti vélina að greiða hann út og sagði að um tölvumistök væri að ræða. Hófst þá málarekstur og rannsókn á umræddum spilakassa, en framleiðandi vélarinnar sagði að villan væri þekkt og að spilavítum hefði verið gert viðvart. Umrætt spilavíti hafði hins vegar ekki gripið til ráðstafana.

Lögmenn McKee drógu í efa að um bilun hefði verið að ræða, en allt kom fyrir ekki. Máli ömmunnar gegn spilavítinu var að lokum vísað frá í hæstarétti Iowa.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem mál af þessum toga kemur  upp í Bandaríkjunum en árið 2009 fékk annar spilari upp skjáskilaboð um milljón dollara bónusvinning, sem dómstóll í Mississippi dæmdi ógild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson