„Fallegasta kvikindi sem hefur keppt fyrir Íslands hönd“

Hera Björk var að vonum vonsvikin.
Hera Björk var að vonum vonsvikin. mbl.is/Gunnar Dofri

„Við erum auðvitað grautfúl því við kepptum til að sigra og gerðum okkar allra besta. María geislaði eins og sólin þarna á sviðinu og þetta var okkar besta rennsli frá því við mættum fyrir 10 dögum síðan,“ segir Hera Björk. „Við erum bara í nettri fýlu og ætlum bara að vera það.“

„Svo bara heldur lífið áfram. Ég hvet íslensku þjóðina til að vera í fýlu núna í smá tíma og taka kvöldið bara í það. Á morgun er nýr dagur en samt, við erum ósátt,“ segir Hera. „En þetta er algjörlega óútreiknanlega keppni. Við spiluðum út öllu og gerðum það sem við getum best.“

Næstu skref hjá Maríu segir Hera vera að melta þessa niðurstöðu. Hún þurfi þó engar áhyggjur að hafa. „Þetta er ekki dómur yfir neinum, þetta er bara lag og listform.“ Hún segir ekki hægt að benda á einn eða neinn og kenna um þessa niðurstöðu. „María er stórkostleg söngkona. Ég sagði við hana að hún væri fallegasta kvikindi sem hefur keppti fyrir Íslands hönd því skjárinn hreinlega glóir þegar hún mætir á hann. Ég hef engar áhyggjur af henni. Hún er ljónynja og búin að standa með sjálfri sér og gerir allt sem við ráðleggjum henni, en á sínum forsendum. Ég er rosa stolt af henni. En þetta er skítt,“ segir Hera Björk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson